Hugsa að ég fari að reyna að hafa hægar um mig.
Það var soldið stress í vinnunni f. helgi og svo fórum við í búðarferð í bæinn í gær (þar sem ég fann handpumpu á 7700 og rándýrar Avent snuddur) og ég vaknaði 3svar með samdrætti m. verkjum í nótt.
Hef tekið því svakalega rólega í dag enda hef ég ekki fundið f.neinum óþægindum.
Er komin með allflest sem ég þarf og er nú að velta fyrir mér hvort ég eigi að kaupa gjafapúðann úr Rúmfó. Hann kostaði bara 2500 (sem er ódýrara en ég hef séð áður) en mér fannst fyllingin e-ð cheap. Svona litlar hvítar frauðkúlur... eiga ekki að vera grjón í þessu. Svo heyrist svo hátt í frauðinu... Er það eðlilegt? Kannski venst það bara.
Þvoði fyrsta barnaþvottinn í gær og svo skemmtum við okkur við það að hengja upp þessi ótrúlega dúllulegu föt og sætu litlu sokka. Kemur sér vel öll fötin sem Anna lánaði mér. Sýnist að þetta sé bara alveg hæfilegur skammtur fyrstu mánuðina.
Er að hugsa um að hætta í jóganu og færa mig aftur yfir í sundið. Fannst síðasti jógatími svo erfiður. Er oft líka orðin þreytt um hálffimm þegar tímarnir eru og er að drepast úr bjúg eftir vinnudaginn. Það hentar mér orðið betur að fara frekar í sundið og fljóta þar um með hinum hvölunum:)
Set fljótlega inn myndir af þróun bumbunnar.
fimmtudagur, ágúst 28, 2008
Hreiðurgerð
Enn styttist í stelpuna.
Er byrjuð að hamast í undirbúning og finnst ég þurfa að gera ansi margt en er að hugsa um að reyna að takmarka mig svo ég ofgeri mér ekki.
Gerði mér lítið fyrir í gær eftir heilan vinnudag og ryksugaði og skúraði allt húsið svaka vel, svo ég geti látið Bubba skúra rétt f. settan dag, þar sem ég veit að hann skúrar ekki sérlega vel, mun það skipta minna máli þar sem ég hef tekið þetta svona vel núna...
Svo langar mig að taka skápana, mála baðið, henda úr skúrnum, fara með bílinn minn í skoðun, gelda köttinn og svo á ég eftir að þvo barnafötin, redda mér skiptiborði, skiptitösku og kaupa ýmislegt smálegt eins og snuddur og fl.
Ég á líka eftir að finna barnapíutæki, langar í brjóstapúða, sling eða moby wrap (sem ég er samt ekki svo viss um að ég myndi nota mikið...og því spurning hvort ég fái mér slíkt), brjóstapumpu, vantar útigalla og myndi vilja kerrupoka...
En krílið kemur nú víst hvort sem allt þetta verður komið eða ekki. Geri mér líka grein fyrir að það sem það þarfnast mest getum við Bubbi séð um að skaffa sjálf, mjólk (fellur meira í minn hlut;) og hlýju :)
Aftur á móti er nú líka margt komið.
Er komin með vöggu, sæng, 1 rúmföt (kannski gott að eiga önnur til skiptanna) slatta af láns og keyptum fötum, taubleyjur (ætla samt að nota bréfbleyjur...) bílstól, hókus pókus stól , vagn og gamlan maxi cosy stól sem Lea var í, sem er alveg fínn.
Erum búin að mæta 1 sinni í fæðingarfræðslu og förum aftur næsta þriðjudag, Þá verður fæðingardeildin á Lansanum skoðuð. Förum líka á parakvöld í jóganu þar sem ég vona að Bubba verði kennd nokkur góð nudd-trikk svo hann verði að sem mestu gagni í fæðingunni :)
Einnig er búið að panta f. köttinn í geldingu á þriðjud. Er ekki að nenna annari holskeflu af kettlingum eins og hefur verið hér á heimilinu síðustu 2 vor.
Er byrjuð að hamast í undirbúning og finnst ég þurfa að gera ansi margt en er að hugsa um að reyna að takmarka mig svo ég ofgeri mér ekki.
Gerði mér lítið fyrir í gær eftir heilan vinnudag og ryksugaði og skúraði allt húsið svaka vel, svo ég geti látið Bubba skúra rétt f. settan dag, þar sem ég veit að hann skúrar ekki sérlega vel, mun það skipta minna máli þar sem ég hef tekið þetta svona vel núna...
Svo langar mig að taka skápana, mála baðið, henda úr skúrnum, fara með bílinn minn í skoðun, gelda köttinn og svo á ég eftir að þvo barnafötin, redda mér skiptiborði, skiptitösku og kaupa ýmislegt smálegt eins og snuddur og fl.
Ég á líka eftir að finna barnapíutæki, langar í brjóstapúða, sling eða moby wrap (sem ég er samt ekki svo viss um að ég myndi nota mikið...og því spurning hvort ég fái mér slíkt), brjóstapumpu, vantar útigalla og myndi vilja kerrupoka...
En krílið kemur nú víst hvort sem allt þetta verður komið eða ekki. Geri mér líka grein fyrir að það sem það þarfnast mest getum við Bubbi séð um að skaffa sjálf, mjólk (fellur meira í minn hlut;) og hlýju :)
Aftur á móti er nú líka margt komið.
Er komin með vöggu, sæng, 1 rúmföt (kannski gott að eiga önnur til skiptanna) slatta af láns og keyptum fötum, taubleyjur (ætla samt að nota bréfbleyjur...) bílstól, hókus pókus stól , vagn og gamlan maxi cosy stól sem Lea var í, sem er alveg fínn.
Erum búin að mæta 1 sinni í fæðingarfræðslu og förum aftur næsta þriðjudag, Þá verður fæðingardeildin á Lansanum skoðuð. Förum líka á parakvöld í jóganu þar sem ég vona að Bubba verði kennd nokkur góð nudd-trikk svo hann verði að sem mestu gagni í fæðingunni :)
Einnig er búið að panta f. köttinn í geldingu á þriðjud. Er ekki að nenna annari holskeflu af kettlingum eins og hefur verið hér á heimilinu síðustu 2 vor.
sunnudagur, ágúst 17, 2008
laugardagur, ágúst 16, 2008
bráðum 32 vikur og Bubbi 32 ára í dag.
Sælt veri fólkið.
Dalvík var ágæt- fiskisúpan á föstud.kvöldinu var rosa skemmtileg. Gaman að smakka mismunandi súpura og bera saman.
Fólk hefur lagt ótrúlega mikið upp úr skreytingum í kringum húsin sín og ég sá ekki eitt ljótt hús í niðurníslu (er ð í því?). Alveg ótrúlegt hvað öllu er haldið vel við. Sá einn ljótan lágan steyptan kant með flagnaðri málningu v. hús (sem leit annars mjög vel út) - það var allt og sumt!
Bryggjufjörið á laugard. var líka fínt, þá gekk maður á milli bása og át á sig gat.
Fór m. mömmu á handverkssýninguna inn í Hrafnagili á föstud. Margt mjög fallegt þar, keypti samt bara krem á bumbuna - bumbugaldur til varnar sliti.
Annars á ég líka 2 teg af bumbukremi sem Anna gaf mér og ég nota nískulega því þau eru rándýr (hef t.d. séð verðið 3100 á Weleda olíunni í Lyfju!!) en ég nota eitthvað á hverjum degi og vona að það komi ekki slit.
Ólöf Jóna horfði með hrylling á mig um daginn þegar ég hafði útskýrt tilgang þessara krema (nú barnið spurði...) og sá líklega f. sér að maginn gæti slitnað og allt hrunið út. Varð að útskýra betur svo hún fengi nú ekki martraðir blessað barnið:)
"það getur komið slit á magann" hljómar líklega ekki vel þegar maður veit enn ekkert um slit og appelsínuhúð haha.
Bubbi á afmæli í dag og ég ætlaði ekki að gefa honum neitt, enn fúl yfir að hann klikkaði á afmælisgjöf f. mig, en gaf mér þó blóm... (ég vil helst fá gjöf um leið og ég vakna)
En fór þó af stað í fyrradag og ætlaði að skreppa í hád. íElko og kaupa DVD handa honum. Hann var líka að fá rafsuðu um daginn sem átti að vera afmælisgjöfin í ár.
Á leiðinni í Elko ákvað ég að kaupa íslenska GPS kortið handa honum því við eigum tækið. Þegar í Elko var komið greip mig eitthvað rugl og ég keypti plasma skjá f. vel á annað hundraðið...
Var kannski "aðeins" að hugsa um sjálfa mig líka en ég þarf nú að hafa þokkalegt sjónvarp í fæðingarorlofinu...
Hann hefur allavega aldrei verið eins ánægður með neina afmælisgjöf enda eins gott:)
(hálsmen, fatnaður og þvíumlíkt hefur ekki fallið í kramið á fyrri afmælum)
Heilsan er fín, finn samt vel f. bjúg, soldið f. brjóstsviða og næturklósettferðum. Get ekki legið lengur með góðu móti í Lazy-boyinum f. framan sjónvarpið því þá næ ég ekki almennilega andanum. Get ekki gengið hraðar en snigill liggur við nema fá samdráttarverki. En þetta styttist, það eru góðu fréttirnar. Stelpan virðist hraust og finnst oft gaman að hamast á nóttunni. tvisvar hef ég fundið hiksta. Frekar fyndið:)
set inn bumbumynd fljótlega.
Fékk pakka alla leið frá Suður Afríku í morgun, með 2 samfellum frá Lilju, konu Þórarins. Takk fyrir það. Alltaf gaman að fá sendingar:) Á þeirri minni stendur "worth the wait" -hrikalega sætt.
Dalvík var ágæt- fiskisúpan á föstud.kvöldinu var rosa skemmtileg. Gaman að smakka mismunandi súpura og bera saman.
Fólk hefur lagt ótrúlega mikið upp úr skreytingum í kringum húsin sín og ég sá ekki eitt ljótt hús í niðurníslu (er ð í því?). Alveg ótrúlegt hvað öllu er haldið vel við. Sá einn ljótan lágan steyptan kant með flagnaðri málningu v. hús (sem leit annars mjög vel út) - það var allt og sumt!
Bryggjufjörið á laugard. var líka fínt, þá gekk maður á milli bása og át á sig gat.
Fór m. mömmu á handverkssýninguna inn í Hrafnagili á föstud. Margt mjög fallegt þar, keypti samt bara krem á bumbuna - bumbugaldur til varnar sliti.
Annars á ég líka 2 teg af bumbukremi sem Anna gaf mér og ég nota nískulega því þau eru rándýr (hef t.d. séð verðið 3100 á Weleda olíunni í Lyfju!!) en ég nota eitthvað á hverjum degi og vona að það komi ekki slit.
Ólöf Jóna horfði með hrylling á mig um daginn þegar ég hafði útskýrt tilgang þessara krema (nú barnið spurði...) og sá líklega f. sér að maginn gæti slitnað og allt hrunið út. Varð að útskýra betur svo hún fengi nú ekki martraðir blessað barnið:)
"það getur komið slit á magann" hljómar líklega ekki vel þegar maður veit enn ekkert um slit og appelsínuhúð haha.
Bubbi á afmæli í dag og ég ætlaði ekki að gefa honum neitt, enn fúl yfir að hann klikkaði á afmælisgjöf f. mig, en gaf mér þó blóm... (ég vil helst fá gjöf um leið og ég vakna)
En fór þó af stað í fyrradag og ætlaði að skreppa í hád. íElko og kaupa DVD handa honum. Hann var líka að fá rafsuðu um daginn sem átti að vera afmælisgjöfin í ár.
Á leiðinni í Elko ákvað ég að kaupa íslenska GPS kortið handa honum því við eigum tækið. Þegar í Elko var komið greip mig eitthvað rugl og ég keypti plasma skjá f. vel á annað hundraðið...
Var kannski "aðeins" að hugsa um sjálfa mig líka en ég þarf nú að hafa þokkalegt sjónvarp í fæðingarorlofinu...
Hann hefur allavega aldrei verið eins ánægður með neina afmælisgjöf enda eins gott:)
(hálsmen, fatnaður og þvíumlíkt hefur ekki fallið í kramið á fyrri afmælum)
Heilsan er fín, finn samt vel f. bjúg, soldið f. brjóstsviða og næturklósettferðum. Get ekki legið lengur með góðu móti í Lazy-boyinum f. framan sjónvarpið því þá næ ég ekki almennilega andanum. Get ekki gengið hraðar en snigill liggur við nema fá samdráttarverki. En þetta styttist, það eru góðu fréttirnar. Stelpan virðist hraust og finnst oft gaman að hamast á nóttunni. tvisvar hef ég fundið hiksta. Frekar fyndið:)
set inn bumbumynd fljótlega.
Fékk pakka alla leið frá Suður Afríku í morgun, með 2 samfellum frá Lilju, konu Þórarins. Takk fyrir það. Alltaf gaman að fá sendingar:) Á þeirri minni stendur "worth the wait" -hrikalega sætt.
mánudagur, ágúst 04, 2008
Ferðalög og kvart
Erum á milli ferðalaga. Komum frá Flúðum í gærkvöldi og förum á Dalvík á miðvikudag. Bubbi myndi vilja leggja af stað strax á morgun en ég vil vinna smá á miðv.deginum. Ætla að rukka fólk á Grand fyrir val-ferðir og svona. Og komast aðeins niður úr e-mail bunkanum sem hefur örugglega hlaðist upp yfir helgina. Var að drukkna í e-mailum í síðustu viku. Einn daginn bárust rúmlega 40 og næsta dag komu c.a. 30-35. Finnst það fullmikið, miðað við að það þarf að svara þeim flestum.
En í sambandi við fríið í næstu viku, að þá hugsaði ég nú sem svo að hinir geta líka bara reddað því ef eitthvað kemur upp í samb. við mína hópa. -Sem verður náttúrulega pottþétt eitthvað, en ég er að meina að maður er ekkert ómissandi.
Já og þetta með Dalvík, verð að viðurkenna að ég er ekkert yfir mig spennt...
Þetta verður kraðak dauðans þar sem allir eru í einni kös að éta fiskisúpu heima hjá ókunnugu fólki. Veit að fólkið sem við parkerum hjá (þau ætla að taka frá fyrir okkur stæði) finnst gaman að drekka (eins og líklega flestu fólki sem er í útilegu og er ekki ólétt) og ég nenni því ekki.
En upp með bjartsýnina og gleðina. Má þakka fyrir að fara í ferðalag og fá soldið frí.
Væri samt spenntari að vera á einhverjum rólegri stað þar sem maður kemst í sund ef manni langar.
Þurfum að kaupa nýja dýnu því ég get ekki sofið lengur á dýnudraslinu sem fylgdi campernum í fyrra. Vegna aukinnar þyngdar er ég farin að sofa á spýtunni nánast, þar sem dýnan pressast bara saman í ekkert.
En í sambandi við fríið í næstu viku, að þá hugsaði ég nú sem svo að hinir geta líka bara reddað því ef eitthvað kemur upp í samb. við mína hópa. -Sem verður náttúrulega pottþétt eitthvað, en ég er að meina að maður er ekkert ómissandi.
Já og þetta með Dalvík, verð að viðurkenna að ég er ekkert yfir mig spennt...
Þetta verður kraðak dauðans þar sem allir eru í einni kös að éta fiskisúpu heima hjá ókunnugu fólki. Veit að fólkið sem við parkerum hjá (þau ætla að taka frá fyrir okkur stæði) finnst gaman að drekka (eins og líklega flestu fólki sem er í útilegu og er ekki ólétt) og ég nenni því ekki.
En upp með bjartsýnina og gleðina. Má þakka fyrir að fara í ferðalag og fá soldið frí.
Væri samt spenntari að vera á einhverjum rólegri stað þar sem maður kemst í sund ef manni langar.
Þurfum að kaupa nýja dýnu því ég get ekki sofið lengur á dýnudraslinu sem fylgdi campernum í fyrra. Vegna aukinnar þyngdar er ég farin að sofa á spýtunni nánast, þar sem dýnan pressast bara saman í ekkert.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)