Þetta er nú alveg bráðfyndið dæmi.
Í dag hringdi guide-inn þeirra og sagði frá því að í hópnum væri fólk sem hefði kynnst á internetinu og hefði pantað 9 daga ferð saman til Íslands í twin herb.
Það hefur komið á daginn eftir 2 nætur að þau þola ekki hvort annað:D Þvílík viska!!
Þannig að ég er búin að senda mail á öll hótelin og ath. hvort þau geti fengið 2 sgl herb. í stað 1 twin.
Skemmst frá því að segja það gengur ekki alls staðar.
Mér finnst þetta frekar fyndið. Og svo koma smá aldursfordómar í lokin:
Hann er 29 ára, hún er 62 ára. Jebb:D
Já og svo verð ég nú að monta mig af því að í gær fór ég alein út á flugvöll að sækja 4 frakka og keyrði líka smárútuna og nýtti þar með meiraprófið mitt loksins (nýtti það nú reyndar aðeins í kringum áramótin -janúar þegar ég keyrði trukkinn)
Þetta var bara mjög gaman.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Herðu, hvernig var með þetta par þarna? Vissu þau ekkert um aldursmuninn áður en þau hittust, eða hvað? Og höfðu þau kannski ekkert hittst (er þetta rétt stafað fröken kennari ?) áður en þau fóru í þessa ferð? Og hvað svo, eru þau ennþá óþolandi eða blessaðist þetta hjá þeim?
En hvað um það, hún hefur þá sögu að segja barnabörnunum. Sínum ;)
Jú þau vissu um aldursmuninn. Kom í ljós að þau voru meira á vinanótunum og ætluðu að spara sér að vera í sgl. herb. En sá sparnaður fauk út um gluggann.
Þessi hópur er allavega farin :) Og hótelin voru bara mjög almennileg að koma til móts við allar matarsérþarfirnar -þetta er sk. Kosher -sem þarf meira að segja plasthnífapör og álklædda diska því það gæti hafa verið svínakjöt á disknum(nei nú er ég að rugla saman við annan hóp -en þau eru allavega líka farin, svo það er vel) Sá hópur vildi ekki einu sinni leggjast undir læknishendur og 1 kall laug til um ökklabrot í sólarhring því þeim er illa við lækna utan síns trúarhóps.
Önnur þrí-rifbeinsbrotnaði í ferðinni líka en tókst að klára ferðina án læknishjálpar...
Skrifa ummæli