Fór í dagsferð austur á firði í dag í boði Flugleiða og Tanni travel sem er ferðaþjónusta f. austan.
Þetta var voða fjör. Flugum frá RVK kl 8 til Egilsstaða og þaðan keyrðum við beint í Álverið á Reyðarfirði að fá lánaða hjálma, stoppuðum á flottum útsýnisstað v. Eskifjörð, keyrðum þaðan í gegnum Eskifjörð -þar sem mér tókst að láta smárútuna snúa við þegar ég áttaði mig á því að ég myndi ekki meika meira ferðalag nema komast á klóið. Þá var kl. um 10:30 og ég held að allar í rútunni (vorum 12) hafi verið dauðfegnar því rútan tæmdist við sjoppuna og allir komu út með ísa, nammi og fl. enda vorum við í ferðalagi og þá þarf maður sjoppumat!! það vita allir nema bíljstjórinn og guide-inn í ferðinni greinilega.
Já, svo fórum við upp í Helgustaðanámu sem er út með firði og gengum svolítið upp í fjall og þaðan inn í silfurbergsnámu. Alveg svakalega flott. Tók nokkra steina þaðan, þorði samt bara að taka 3 frekar litla því bílstýran var nýbúin að banna 12 ára stelpu sem var með í för að taka svo mikið sem pínu steinvölu. Því ef allir tækju stein að þá yrði ekkert eftir...
Það kom sér vel að hafa hjálmana í göngunum, því stundum lækkaði loftið svo mikið og ekki var skyggnið gott þarna inni. Keyrðum svo aftur inn á Eskifjörð þar sem við eyddum deginum
Fórum í Sjóhúsið og fengum fiskisúpu og fleira gott eftir að hafa fengið kynningu á starfseminni á meðan naslaður var harðfiskur, hákarl og brennivín (át mest af harðfiski en tókst að borða 1 hákarlsbita, var ánægð með það:)
Svo fórum við í siglingu á litlum bát um fjörðinn og þvínæst á sjóminjasafnið sem sýndi reyndar líka ýmsa aðra flotta hluti ótengda sjómennsku.
Næst fórum við að skoða Steinasafn Sören og Sigurborgar en þar býr ekkja sem á 2 hæða einbýlishús og neðri hæðin er undirlögð undir stórglæsilegt steinasafn og á efri hæðinni býr hún í algjörlega ofhlaðinni íbúð hvað varðar skraut og glingur. Það sá nánast hvergi í auðan blett. -nema kannski helst í loftinu sjálfu. Ég hugsaði: " þvílík vinna sem þetta verður f. ættingja hennar þegar hún fellur frá" og " Sjitt, ef það kæmi góður jarðskjálfti hérna..."
Hún var ægilega indæl og bauð okkur svo upp í ekta kaffiboð með flatkökum m. hangikjöti og kleinum og sigmundi í sparifötunum.
það sem mér fannst merkilegast er að enginn fór úr skónum nema ég, guide-inn og ein önnur stelpa. Konan var með teppi á gólfinu í stofunni og öllum fannst bara sjálfsagt að vaða inn á skónum!!!
Er þakklát fyrir gott uppeldi. Í kveðjugjöf máttum við velja slípaðan stein úr skál, og ég fékk mér okkurgulan jaspis. Ægilega fínn:)
Að lokum stoppuðum við í Eskju sem er Bókabúðin (með stóru B-i) þetta var svona Kaupfélag þar sem ALLT er til.
Keypti agalega sætan galla með kisumynstri(eitthvað voða gott danskt merki víst- man nú ekki nafnið) og lambhúshettu sem stelpan getur notað fljótlega eftir fæðingu. enda fæðist hún í okt. svo ekki veitir af hlýjum fatnaði.
Keypti prjónaða ullarvettlinga á mig á 1000 kall - það fannst mér gott verð.
Svo var brunað á flugvöllinn og nú er ég loks komin heim og er að leka úr þreytu.
En þarf að undirbúa ferð á ættarmótið sem haldið verður á Snæfellsnesi á morgun.
já og ein frétt að lokum: erum komin með kisuhró sem vældi heil ósköp fyrst, þar sem hún var alltaf að leita að kettlingunum sínum en nú er hún orðin fín:) Sigrún ættleiddi okkur að henni þar sem stelpan hennar er með kattaofnæmi. Það er góð húshjálp að hafa kött, þá koma aðrir kettir ekki inn óboðnir, köngulóarfarganið á pallinum minnkar, ekki er skitið í garðinn af öðrum köttum og fugladrit er úr sögunni. (ekki að það hafi verið mikið vandamál, en það var þó drit á grillinu um daginn...)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Þetta hefur verið virkilega skemmtileg ferð og takk fyrir uppeldiskommentið, sem ég á tæplega skilið en gleður andann og þetta með að fara úr skónum tengist örugglega ættgengu hreinlætisæði. Svo var það Sæmundur á sparifötunum,,, kannski á hann frænda sem heitir Sigmundur;)
Heyrðu, hvað var með þennan gaur á sparifötunum? Er hann bara upp á punt eða gerir hann eitthvað?
Ég hefði örugglega tilheyrt meirihlutanum sem óð inná fína teppið á skónum, en það fer kannski eftir því í hvaða skóm ég hefði verið og veðrinu úti. Hefði verið blautt hefði ég örugglega drullað mér úr skónum þó ég væri í táfýluskóm :(
Skemmtilegt orðalag hjá þér að segja "að leka úr þreytu", ég vissi ekki til þess að fólk gæti lekið, en það er kannski eitthvað nýtt ;)
Hmm, jú ætli það sé ekki Sigmundur... Og svo þykist maður vera voða klár:)
En til skýringa (Sigrún) er þetta nafn á kremkexi, Sigmundur er mjólkurkexið og Sigmundur í sparifötunum er s.s. kexið með kreminu (í glæru pökkunum m grænu stöfunum frá Frón)
Og svo ef maður er virkilega þreyttur líður manni eins og sprunginni blöðru eða dekki...
Skrifa ummæli