Vinnan hefur verið alveg snargeðveik undanfarna daga en ég er vonandi að sjá fram úr þessu á næstu dögum. Núna eru sko að koma 5 hópar sem ég undirbý með því að panta mat fyrir þau, afþreyjingar, rútur, hótel og bara allt sem þessu fólki dettur í hug að gera.
Auðvitað er þetta mjög skemmtileg vinna en það er misjafn sauður í mörgu fé (mikið er ég viss um að ég sé að fara vitlaust með þetta orðatiltæki...) en það eru þessir árans Ísraelar sem eru algjörlega alla að drepa. Þvílíkt fólk.
Þeir eru alltaf að reyna að komast lengra en hægt er. Reyna að troða fleiri nöfnum á lokanafnalista, reyna að fá meira út úr ferðinni en þeir tímdu að borga fyrir, láta sem ekkert sé þó að þeir bæti 2 nýjum nöfnum á lokanafnalista sem þegar hefur verið sendur á hótelin þannig að maður þarf að hafa samband við 8 hótel (hópurinn fer hringferð og gistir út um allt land) til að athuga hvort að það sé í alvöru laust f. hjón, 3 dögum áður en hópurinn mætir til landsins.
Þeir eru að gera mig geðveika!!!
Eins og það liggi bara aukaherbergi út um allt land á mesta háannatímanum.
Og ég er að segja ykkur það- ein ferðaskrifstofan sem hringdi í dag alveg brjáluð af því að hópur frá þeim átti bara að fá klst. langa skoðunarferð um Rvk í rútu í stað 3 klst. ferðar -af því að hún hafði verið tekin út þar sem þeir vildu lækka verðið á ferðinni (það er ekki eins og það hafi ekki verið margtekið fram í mörgum e-mailum að þetta yrði 1 klst ferð) -Þeir eiga eftir að verða hundfúlir og fetta fingur út í það hvað þessir skoðunarferð kosti svo mikið. Og eiga eftir að reyna að fá hana ódýrari.
Vá hvað þau gerðu mig reiða í dag, og ég er aftur orðin æst.
En jæja, best að reyna að hugsa um eitthvað annað.
Mamma er að útskrifast úr hraðbraut á morgun sem stúdent. Þá getur hún farið í háskólann næsta haust. Hún hefur rétt svo verið að missa glóruna þarna því hún gerir svo miklar kröfur til sín og vill alltaf fá voða góðar einkunnir. Sem er svosem gott og blessað. En þetta er góður áfangi og ég óska henni til hamingju með þetta.
Hún fer svo til Þýskalands í næstu viku á formúluna í Hochenheim.
Jæja, ætla að fara að sofa og hugsa hlýlegar hugsanir til leiðsögumanns-greysins sem þarf að hírast með þessum ísraelum næstu vikuna. Heyrði í honum síðast um 6 leytið og hann er hálfsmeykur.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Hehe, einhvern tíman heyrði ég brandara um meinta nísku Ísraelsmanna.
"Veistu hvernig Ísraelar synda?
(bringusundshreyfing gerð aftur á bak...)"
Sagði ekki að þetta væri góður brandari. En sá sem sagði mér hann, hafði unnið töluvert í Ísrael og talaði um að það væri ótrúlegt hvað þeir væru bíræfnir, alltaf að reyna að svindla á manni.
Prufaðu að kynna þig sem Salóme (eða einhverju öðru biblíunafni úr gamla testamenntinu) og sjáðu hvort viðmótið breytist ekki hjá þeim. Mér skilst að þeir láti ekki svona við fólk sem mögulega gæti verið gyðingar.
já og þetta er sko bara byrjunin. í Dag heimtuðu þeir hádegismat sem er ekki innifalin og sögðu mér bara að bæta því á reikninginn. Ég er orðin logandi hrædd, því þeir eru ekki búnir að borga neitt ennþá og hópurinn er komin... ekki sniðugt.
Hef aðeins verið að pæla í þessu með sundhreyfinguna... held ég sé búin að fatta en er samt ekki viss...
Mikið er nú gaman að heyra að þú færð einhverjar áskoranir í vinnunni. Ekki myndi ég endast í þessu djobbi, ég væri löngu búin að segja þessu liði að hoppa upp í þú veist hvað af því að ég þooooooooooli ekki svona frekju og gæti bara engan vegin sætt mig við svona framkomu. Þið ferðaþjónustufólk eigið verðlaun skilin fyrir að vera svona einstaklega þolinmóð, ef það væri ekki búið að reka mig úr þessu starfi þá væri ég búin að kansela ferðinni fyrir hönd ísraelanna og vísa þeim til Kína eða eitthvað í staðinn.
Hvernig fór svo með fæðiskröfurnar? Endilega deildu þeirri sögu líka ;)
Skrifa ummæli