laugardagur, maí 31, 2008

Enn allt í rusli

Erum rétt byrjuð á tiltekt en maður snýst aðallega bara í hringi... eins og maður viti ekki alveg hvar á að byrja. Rifum allavega teppið af stofunni í dag þar sem það var stútfullt af glersalla og við tökum ekki sénsinn á að láta prinsessuna tilvonandi skríða um í glerbrotum.
Það var algjör glermulningur í því ekki séns að ná því öllu upp. Nú spyr maður sig hvernig gler getur brotnað svona á teppi....:)
jú, ástæðan fyrir því var að bókaskápurinn minn með öllu íslendingasagna-safninu innihélt líka öll spariglös heimilisins (þ.á.m. fíneríinu sem amma hefur verið að gefa okkur síðustu jól -rosalega þunn glös) og hann féll fram fyrir sig og allt brotnaði vel og vandlega í honum. Þegar við réttum svo skápinn við, opnuðust hurðarnar, (brotnuðu nú ekki nema 2 gluggar í honum) og hrúgan streymdi út í þessa líka svakalegu bóka-glerhrúgu. Þetta eru sjálfsagt 50 bækur og slatti af glösum.... ég get ekki hugsað mér að hafa smábarn skríðandi í þessu bráðum.
Fóum í mat hjá tengdó í gær og hún sýndi mér alveg hrikalega sætt sett sem hún er búin að prjóna handa barninu. Og hún sem ætlaði ekki að vita kynið þó að við ætluðum að vita það, spurði náttúrulega strax í gær um kynið... ég vissi að hún myndi gefa sig.
Fattaði hjá henni að maður er soldið klikkaður eftir skjálftann því ég gat bara einblínt á allt þessa fínu glermuni upp um allt og út um allt, og fannst algjört glapræði að hafa þetta svona allt á ystu brún nánast. úff, sá þetta allt fyrir mér í klessu. Hún er sko ekki með svona tré-stíl þannig að allt skrautið hennar færi í mola. Fólk í Reykjavík er bara í öðrum heimi fyrir mér. Hvernig getur allt farið í klessu hér en 35 km. sunnar stendur hvert einasta glersnitti. Jú hún tók nú samt eftir því að 2 myndir á vegg höfðu "eitthvað skekkst!!"
Hugsa líka hvernig umhorfs yrði hjá pabba ef það kæmi góður skjálfti þar. Fjúff maður, allt glingrið, postulíns og gler draslið sem Ólöf erfði frá mömmu sinni. Magnið er þvílíkt að það þyrfti sjálfsagt bara að taka stóra gluggann úr á annarri hæð og fá gröfu til að moka innan úr húsinu...
Jæja, ætla að koma mér inn og fá mér morgunmat. Sváfum aftur úti í camper. Allt í gleri ennþá um flest gólf inni. En í dag koma Birna Rún, Stjáni og mamma og ætla að hjálpa i tiltekt, það verður fínt:)
Þetta er mynd af skjálftavirkninni síðustu daga. Fann þenna síðasta stór í gær þvílíkt vel og var lögð af stað út úr annars nánast tómri stofunni.

föstudagur, maí 30, 2008

Og það er stelpa:) og svo kom skjálftinn.

Þvílíkur dagur!!!
Byrjaði yndislega með sól í heiði og mér hlakkaði svo til sónarsins að ég gat ekki einbeitt mér í vinnunni.
Fór svo í sónarinn kl. 10:30 við sáum litla pjásu svo varla var um að villast:) þannig að mér er óhætt að fara að versla í bleiku.
Svo var ég bara á bleiku skýi til kl að verða 4 en þá kom þessi blessaði skjálfti. Sem betur fer var ég í bænum að vinna og fattaði ekki einu sinni strax að þetta væri svona slæmt heima.
Kallinn fór heim á undan og fékk mesta sjokkið og var búin að taka til það versta (eftir að hafa tekið vandlega myndir af öllu auðvitað fyrst)
Þetta er sko tjón upp á nokkur hundruð þúsund ef allt er talið með. sprunga utan á húsinu, fullt af munum brotið, sjónvarpið á hvolfi, með kassann beyglaðan, en það virkar þó. Tölvurnar, myndavélar, o.fl. græjudót slapp sem betur fer. Sumir skápar voru nánast tómir og margar hillur dottnar á "andlitið" og c.a. 50% af því sem brotnað gat í þeim brotnaði.
EN, við sluppum samt ótrúlega vel miðað við marga hérna. Ég get t.d. ennþá státað af heilum innréttingum og get lokað öllum skáphurðum, f. utan eldhúsbekkinn sem er ansi rispaður eftir glösin sem komu niður úr skáp.
Fólk sem við þekkjum missti næstum allt sitt og gardínunarnar héngu ekki einu sinni uppi hjá þeim!þannig að þetta hefði getað verið mun verra hjá okkur.
Er komin yfir reiðina sem helltist fyrst yfir mig, að þetta skyldi hafa endilega þurft að gerast í dag þegar ég var svona hamingjusöm með stelpuna mina
Er líka bara þakklát fyrir að hafa ekki verið heima og fengið blómapott í hausinn. Ætla sko að endurskoða þessa skrautmunahillu sem er beint f. ofan eldhúsborðið. Hef samt alltaf passað að hafa aldrei neitt f. ofan rúm eða sófa.
Og enn nötrar allt og skelfur. Maður heyrði reglulega í kvöld svona nötur þegar myndirnar á veggjunum nötruðu upp við veggina. Svo er eins og húsið sé statt á risavatnsrúmi, svona bylgjast til...
Skelli kannski inn nokkrum myndum á morgun eða þegar ég hef tíma.
Ætli helgin fari ekki í tiltekt. Ætla að reyna að fá að hætta fyrr á morgun, þarf að fara í vinnuna og klára allt fyrir einn hóp sem kemur á þri. og svo ætla ég að reyna að fá að stinga af.

Þvílíkur dagur.
Ætla að fara að sofa núna. Ætlum sko ekki að sofa inni, er komin út í camper, svo nú erum við í útilegu úti í garði, eins og reyndar margir hvergerðingar í nótt:)
Umferðin á leiðinni í bæinn í kvöld var eins og á góðum föstudegi, bara í öfuga átt...

miðvikudagur, maí 28, 2008

Tékkað á kyninu á morgun:D

Er búin að bíða eftir morgundeginum ansi lengi.
Við eigum tíma kl. 10:30 á LSP í 20 vikna sónarinn og fáum að vita kynið. Ég held að það sé stelpa og svona flestir aðrir.
Sú vísindalega niðurstaða byggir á því að stelpur eru mjög ráðandi í kringum okkur, aðallega í minni fjölskyldu...
Þanngi að nú eru s.s. síðustu forvöð að giska á hvort kynið þið haldið að þetta sé:)
Þið megið endilega segja frá því í kommenti hvað þið haldið.

þriðjudagur, maí 20, 2008

Bumban





2 bumbumyndir sem ég þarf að setja inn hérna svo ég geti klínt þeim inn á spjallvef sem ég er á. Ekki hægt að setja inn myndir þar nema af vefnum.

Annars finnst mér sáralítill munur á bumbunni. Á annari myndinni er ég komin 14 vikur og á hinni 17 vikur. Það er varla nokkur munur. En mér finnst hún orðin stærri núna, er að detta í 19 vkurnar á morgun.

sunnudagur, maí 18, 2008

Rétt að láta vita af mér

Ætlaði bara rétt að skrifa nokkar línur...
Það hefur verið alveg kreisí að gera síðustu daga, mamma hélt upp á 50 ára afmælið sitt í gær og það var heljar veisla heima hjá þeim. Mjög gaman og mikið drukkið, þó ekki ég:)

Meðgangan gengur súper vel og ég er farin að finna svolitlar hreyfingar. Samt er ég ekki alveg að ná þessu öllu saman ennþá, ætli ég átti mig nokkuð endanlega á þessu fyrr en krakkinn verður kominn í fangið á mér...?
Það styttist í 20 vikna sónarinn og þá ætlum við eins og fyrr segir að fá að vita kynið.
-Spennandi!!

Nýja vinnan gengur vel, alveg fullt af nýju að læra og á föstud. hætti stelpan sem ég tek við af, þannig að hér eftir er ég ein á báti með amerísku og norrænu hópana... soldið skerí tilhugsun en þetta reddast. Það versta er að f. helgi var e-mailinu sem ég hef notað í 3 vikur lokað (og þar með lokaðist ég frá öllum þeim sem ég á í samskiptum við- ekki hentugt, þar sem vinnan gengur út á netsamskipti...) Ég átti nefnilega að fá mitt eigið e-mail loksins, en það virkar ekki enn og ég hef s.s. ekki lengur þetta gamla. Ég gat lítið annað gert til kl. 17 á föstud. en að tína til bæklinga og föndra "welcome" skilti f. bílstjórana.
Á meðan halda hinar ýmsu ferðaskrifstofur um heim allann að ég sé bara ekkert að nenna að svara þeim.
Ég geri e-ð drastískt á morgun ef þetta verður ekki komið í lag.

p.s. Bubbi hefur gert okkur að meðlimum nr. 454 í hinu virta félagi: "Húsbílafélaginu" um daginn.
Hann datt í það þar sem við vorum stödd í útilegu með þeim upp í Hvalfirði um daginn og á meðan ég svaf áhyggjulaus, vitandi það að hann gæti sko engum peningum eytt á svæðinu þar sem enginn var barinn né nokkur tækifæri til fjárútláta, tókst honum að eyða 4000 kr. í meðlimagjald félagsins. Við höfum fengið senda límmiða og svona hvíta tölustafi til að líma í framrúðuna... úff, hvað við erum orðin gömul.

laugardagur, maí 03, 2008

Fyrsta "útilega" ársins:)

Sóttum camperinn sem kom mjög vel undan vetri 1. maí og erum að fara að kíkja í fyrstu ferð ársins.
Ólöf Jóna er búin að vera að rifna úr spenninga að komast af stað en hún kom með að sækja hann á fimmtud. og hefur beðið eftir brottför stíft síðan þá.
Veit nú ekki hvort við verðum eins dugleg að ferðast í ár og síðasta sumar. Þá fórum við hverju einustu helgi (og ég lýg því ekki:) þar til um verslunarmannahelgina, eftir það fórum við einu sinni á einhverja daga í Þorlákshöfn í lok ágúst og svo fór hýsið í geymslu.
Stefnan er tekin eitthvað austur.

Annars er það líka að frétta að ég er komin í nýju vinnuna og líkar mjög vel. hef verið að leysa ýmis verkefni f. hinar stelpurnar á skrifstofunni og það hefur verið mjög lærdómsríkt. Hef t.d. lært að: gera aksturskýrslur f. bílstjórana, vouchera, leiðarlýsingu f. leiðsögumennina og ýmsar nýjar skammstafanir:)

Það er auðvitað eitt challenge þarna en það vinnur þarna sjálfstæðismaður sem finnst ekki mikið til kennarastéttarinnar koma... Við erum samt orðin ágætis vinir;)