Jæja, þá hef ég prófað svona mæðraskoðun.
Eins gott að einhver sagði mér frá því að svoleiðis þyrfti ég að fara í.. ég get svo svarið það, að ég hélt að ég ætti bara að mæta í þessa 12 og 20 vikna sónara og svo í einhverjar skoðanir þegar ég væri komin á 7-8 mánuð... Mikið hafði ég rangt fyrir mér.
Ég mætti s.s. í morgun á heilsugæsluna í Hveragerði og er hjá ágætis ljósmóður sem heitir Sigrún.
Ég fékk að heyra hjartsláttinn en var ekki farið að standa á sama þar sem hún ætlaði aldrei að finna hann, en svo loksins heyrðist hann:) Líktist hestabrokki.
Svo voru teknar blóðprufur, mældur blóðþrýstingur og pissað á strimil til að athuga prótín og sykurmagn líkamans. Allt kom vel út. Á reyndar eftir að fá að vita úr blóðprufum, þar sem athugað var m.a. hvort að ég hafi mótefni gegn rauðum hundum eða sé með sýfilis. Vona að það síðasttalda sé ekki til staðar;)
Næst á dagskrá er svo 20v. sónarinn 29. maí en þá fáum við að vita kynið. Það verður spennandi:)
Er að klára A4 vinnuna en ég á bara 2 daga eftir. Yfirmannsbeyglan sem er kona fer svo í taugarnar á mér (það er algjörlega gagnkvæmt) að við erum hættar að yrða á hvor aðra. Ég fer bara í pásu eða læt mig hverfa inn í búð ef hún slæðist þarna inn. Sem gerist sem betur fer mjög sjaldan. Man ekki hvort að ég hafði lýst því hér en ástæða alls þessa er þegar ég tilkynnti óléttuna komin 12 vikur. Hún algjörlega bilaðist og benti mér á að ALLIR í fyrirtækinu myndu nú fá að vita að ég væri óheiðarleg og kæmi ekki hreint fram þar sem ég hefði vitað að ég væri ólétt þegar ég byrjaði þarna (algjörlega mín mistök að nefna það...) Reglugerð segir að konum beri ekki skylda til að tilkynna óléttu fyrr en á 32 viku svo að ég var bara nokkuð tímanlega myndi ég segja:)
Reyndar vorum við farnar að pirra hvor aðra aðeins áður en ég tilkynnti óléttuna, það má segja að þetta hafi byrjað á degi 2 þegar ég heimtaði sömu laun og höfðu verið nefnd í atvinnuviðtalinu, en hún ætlaði að bjóða mér 15 þús. kr. minna þegar á hólminn var komið. Ég hafði allavega betur þá þar sem ég stóð fast á mínu og lét í ljós að ég myndi ekki vinna þarna fyrir minna en talað var upphaflega um. Hún varð aldrei söm eftir þetta.
jæja, þetta er nóg í bili.
Góðar stundir:)
þriðjudagur, apríl 22, 2008
miðvikudagur, apríl 16, 2008
14 vikur komnar
Mér finnst tíminn silast áfram. En samt tikka vikurnar inn -ein í einu (líklega ekki við öðru að búast...) og nú er ég komin 14 vikur. Sem þýðir að það eru 26 vikur eftir...
Komin smá kúla og naflinn strax orðin útstæður. Ferlega fyndið þetta með naflann. Tókst í fyrsta sinn ever að koma naflanum á rönguna um daginn og fann óvæntan glaðning, gamlan fílapensil í botninum, hverjum hefði dottið það í hug...
Annað merkilegt er að ég er komin úr barmstærð 85B í 90D, stökk barasta yfir C-ið eins og ekkert væri. Soldið svakalegt verð ég að segja.
Bíð spennt eftir því að fara að finna hreyfingar barnsins. Þær ættu að fara að finnast svona hvað úr hverju. Kannski í næstu viku ef ég verð heppin:)
Næst á dagskrá er að koma sér í gang með skrappið. Er búin að sanka að mér öllum efnivið til slíkrar bóka/albúmsgerðar en kem mér ekki í að byrja...
Komin smá kúla og naflinn strax orðin útstæður. Ferlega fyndið þetta með naflann. Tókst í fyrsta sinn ever að koma naflanum á rönguna um daginn og fann óvæntan glaðning, gamlan fílapensil í botninum, hverjum hefði dottið það í hug...
Annað merkilegt er að ég er komin úr barmstærð 85B í 90D, stökk barasta yfir C-ið eins og ekkert væri. Soldið svakalegt verð ég að segja.
Bíð spennt eftir því að fara að finna hreyfingar barnsins. Þær ættu að fara að finnast svona hvað úr hverju. Kannski í næstu viku ef ég verð heppin:)
Næst á dagskrá er að koma sér í gang með skrappið. Er búin að sanka að mér öllum efnivið til slíkrar bóka/albúmsgerðar en kem mér ekki í að byrja...
Myndin var tekin um páskana en þá styttum við okkur stundir með þessu 2000 stykkja púsli.
laugardagur, apríl 12, 2008
Ný vinna
Fyrir þá sem ekki vita hef ég unnið sl. mánuð í A4 Skrifstofuvörum staðsett í Borgartúni Rvk. Það er líklega ekkert svo slæmur staður þannig lagað... en ég hef ekki alveg verið að finna mig þar svo vægt sé til orða tekið. Er reyndar með 10 þús. kr. hærri mánaðarlaun þar við að "selja penna" (eins og Ólöf Jóna komst svo skemmtilega að orði þegar hún spurði hvort það væri það sem ég gerði í vinnunni) heldur en að mennta börn. Hugsið ykkur, það er betur verðmetið að selja penna og pappír heldur en að uppfræða landsins lýð...
Það er allavega skemmst frá því að segja að ég er komin með nýja vinnu enda hef ég leitað að einhverju öðru en afgreiðslunni (já Aldís ég þjáist líklega af menntasnobbi...:) síðan ég byrjaði í A4, og nú er ég komin inn hjá Ferðaskrifstofu Guðmundar Jónassonar. Þar verð ég í afleysingum og undidrbúningsdeild (minnir mig að það heiti) þar til ég fer í fæðingarorlof. Konan sem stjórnar þessu man eftir Helgu ömmu og ég er viss um að það hefur hjálpað til, en ég skreytti aðeins þegar hún spurði hvort ég hefði reynslu af ferðamálum og ég sagðist hafa hjálpað til í heimagistingu ömmu minnar á Otrateignum þegar ég var yngri. Ég var nú reyndar það ung að ég flæktist nú bara fyrir... en ég var þarna:)
Ég byrja í nýju vinnunni næstu mánaðarmót og hlakka mikið til.
Þetta held ég að sé talsvert skemmtilegri vinna heldur en pennavinnan. Vinnutíminn er frá 9-17 og frí flestar helgar nema eitthvað sérstakt sé.
Læt hérna fljóta með eina mynd af Ólöfu Jónu tannlausri:) Það vantar s.s. tvær í neðri góm, hélt ég ætti betri mynd af tannleysinu en finn hana ekki..
föstudagur, apríl 04, 2008
12 vikna sónar.
Fór í sónar fimmtud. 3. apríl, þá komin 12 vikur og dag að auki og fékk þessar líka frábæru myndir. Allt leit vel út og barnið var spriklandi og sparkandi sem kom mér svakalega á óvart. Settur dagur er 15. október og verður þetta þar með flöktandi, óákveðin meyja...
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)