fimmtudagur, júní 21, 2007

Fire-frontur.

Má til með að deila með ykkur lookinu á mælaborðinu í ferlíkinu hans Bubba. Þið getið ímyndað ykkur viðbrögð mín þegar ég hunskaðist loks til að stíga upp í þetta og þetta var það fyrsta sem fangaði ó-geð mitt:s
Þetta er alveg hillaríus.






miðvikudagur, júní 20, 2007

Sumarið í algleymi

Er í sumarfríi og það er frábært. Fyrst var ég með samviskubit yfir því að vera ekkert að vinna en síðar hefur komið í ljós að það er alveg fullt að gera hér heimavið. Ég er búin að taka til hendinni í garðinum og er samt hvergi nærri búin. Það er næstum endalaus vinna í þessu. Sem er samt skemmtileg þegar maður hefur tíma til þess að standa í þessu:)

Í gær keypti ég mér rosa fínar grasklippur. Reyndar stóð á þeim að þetta væru hekk-klippur, en ég er alin upp við að klippa gras með þeim og það gerði ég.
Ég er búin að finna út á hvaða kassa maður á EKKI að fara á í Húsasmiðjunni á Selfossi. o.m.g.
En ég flækti líf hans ógurlega þegar ég afhenti handskrifaða inneignarnótu frá strákunum í lagnadeildinni sem höfðu verið svo almennilegir að taka til baka e-r ofkaup hjá Bubba.
Hann var ekki viss um að raðnúmer einnar vörunnar endaði á 1 eða 7. Hann dró mig inn í lagnadeild og þar upphófst eitthvert undarlegt vesen yfir því hvaða vara þetta væri?!?!

En ég komst loks út með klippurnar, sápukúlur handa barninu og 400 kr. í afgang, og geri aðrir betur!

Næstu helgi verður haldin sameiginleg afmælisveisla fyrir mig og Ólöfu Jónu. Þessar fjölskyldusamsetningar eru orðnar svo flóknar að það er orðið ráðlegra að halda sérafmæli fyrir skyldmenni okkar Bubba. Og þar sem ég á nú einmitt afmæli eftir 2 daga (blinkblink)
ákvað ég að slá þessu í 1 stórt kökupartý á laugardaginn. Ólöf Jóna er s.s 25.6, og ég, ykkur til glöggvunar 22.6.

Jæja, það er víst best að fara að baka eitthvað.

föstudagur, júní 08, 2007

Hiti og svaekja í Amsterdam

Thá erum vid Bubbi stodd í Amsterdam. Komum hérna í gaerdag og í dag var fyrsta skólaheimsóknin af thremur. Fórum í Montesorri skóla. Thad var mjog fródlegt ad sjá skóla í odru landi og mesta athygli vakti hve bornin voru stillt og róleg. Thau voru svo undurstillt og kennarinn gekk rólega á milli og thjálfadi t.d stelpu ad fara ofaní upphleypta stafi. Nemendur unnu sjálf og fundu sjálf út úr hlutunum í stad thess ad thjóta beint í kennarann eftir adstod af thví ad thau kunna ekki ad hugsa sjálfstaett. Yngstu bornin voru 4 ára og thá er einmitt gott ad byrja ad kenna theim stafina thví thau hafa svo brennandi áhuga á thví.
En thessa ótrúlegú ró aetla ég ad reyna ad innleida í mitt bekkjarstarf naesta vetur.

Hitinn hefur verid med ólíkindum eda allt upp í 32-33 grádur. Thad thykir mér harla gott komandi frá Íslandi. Rakinn er líka thvílíkur ad madur naer stundum ekki andanum, allavega ekki ef madur er uppi á herbergi. Thar er thessi forláta vifta sem stendur uppi á bordinu og naer engan veginn ad laga ástandid. Erum einmitt á leidinni út núna, Bubbi er bara adeins á barnum (gaeti thad verid). Thad var einmitt algjoru úrhelli ad ljúka. En thad er sko samt búin ad vera naestum eintóm sól. Haha. Madur verdur alveg soldid brúnn thegar heim verdur snúid á thridjud.
Bless í bili.