Rakst á þennan ofboðslega sykursæta vef þar sem ungar stúlkur geta gleymt sér.
Kíkið á http://mylittlepony.com
Ferlega skemmtilegir leikir í "playtime" flipanum, sem ég gleymdi mér aðeins í...:)
Reyndar var þetta nú ekki komið í mínu ungdæmi en Birna Rún fékk einu sinni fjólubláan hest og hesthús og sjálfsagt e-ð meira úr þeirri línu.
sunnudagur, janúar 28, 2007
laugardagur, janúar 27, 2007
Humm... útskýringar
Þar sem ég var að flýta mér með síðasta blogg kom það ekki mjög skilmerkilega út. Við skárum sko bút úr stofuteppinu og hentum því út ásamt persnesku mottunni með fína kögrinu á hliðunum. Þar lenti vænn skammtur af skít! Þannig að nú er flott gat á stofuteppinu og ég ætla að fara skoða parket. Djöfull er ég orðin gömul.
Skítur og ælur.
Það er allt í hers höndum hérna. Díkó stakk af í fyrradag og át náttúrulega einhvern andskotann í ferðalaginu og í gærdag beið mín þvílíka skítahrúgan og í gærkvöldi gerði hann sér lítið fyrir og heyrði ég bara drunurnar þegar hann hleypti út 1 bombu á helvítis stofugólfið! Hann hefur áður farið á þennan stað til að skíta og alltaf þarf hann að hitta svolítið á fínu persnesku mottuna sem pabbi Bubba keypti í Alsír. Það er skemmst frá því að segja að mottan fauk bara upp á grindverk úti og svo lét ég Bubba skera út bútinn með skítnum! Var að kafna úr fýlou. Þannig að nú verðum við fá okkur parketið sem hefur svosem staðið til þannig séð. Þetta flýtti framkvæmdum.
Í nótt tók svo Ólöf Jóna upp á að gubba pizzunni sem við bjuggum til í gær. Barnið var aðallega smeykt um að ég yrði brjáluð því ég tók því ekki vel þegar hundurinn hafði skutlað úrgangi á tepið. Mér fannst aftur á móti æla alger hátíð miðað við drulluna! Og lítið mála að skvera það miðað við hitt.
Ætli við tökum þvi bara ekki rólega í dag. Þarf reyndar að komast á Selfoss og birgja mig upp af límmiðum þar sem ég hef sett í gang límmiðakerfi fyrir heimalestur í vinnunni. Það virkar vel og fá börnin 1 stóran eftir að hafa fengið 5 litla (=5 daga heimalestur í röð) Bravó fyrir mér!
Í nótt tók svo Ólöf Jóna upp á að gubba pizzunni sem við bjuggum til í gær. Barnið var aðallega smeykt um að ég yrði brjáluð því ég tók því ekki vel þegar hundurinn hafði skutlað úrgangi á tepið. Mér fannst aftur á móti æla alger hátíð miðað við drulluna! Og lítið mála að skvera það miðað við hitt.
Ætli við tökum þvi bara ekki rólega í dag. Þarf reyndar að komast á Selfoss og birgja mig upp af límmiðum þar sem ég hef sett í gang límmiðakerfi fyrir heimalestur í vinnunni. Það virkar vel og fá börnin 1 stóran eftir að hafa fengið 5 litla (=5 daga heimalestur í röð) Bravó fyrir mér!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)