Mér tókst einni og óstuddri að setja inn linka og vantar nú bara linkinn hennar Önnu vinkonu...er búin að gleyma slóðinni á blogginu hennar- Anna, hvað er slóðin aftur?
Dagurinn í vinnunni var svolítið klikkaður. Dagurinn byrjaði á því að einn rauk úr skólanum en var pikkaður upp á leið í vinnu til mömmu sinnar og kom stuttu fyrir frímó í fylgd mömmu sinnar- ljúfur sem lamb af hræðslu við að þurfa að fara til aðstoðarskólastjórans.
Hitt atvikið átti sér stað eftir nesti, þá voru strákarnir að fara í annan tíma og einn gerði sér lítið fyrir og stakk stórri gerð af bréfaklemmu sem hann hafði mótað í V á kaf inní innstungu!! Það sló út á öllum ganginum og bréfaklemman brann upp að hluta! En sem betur fer er einhver lekaliður sem slær öllu út um leið og eitthvað svona gerist. Annars hefði ég getað setið uppi með raflostaftöku fyrir framan heilan bekk, huggulegt maður!
Barnið sakaði ekki neitt og djöfull var hann heppinn. Ég fékk vægt sjokk en varð að láta aðra um þetta þar sem ég átti að mæta í myndmennt hjá 3. bekk.
Já, það getur verið fjör að vera kennari.
Aldísi vil ég að lokum bjóða velkomna á mölina aftur eftir veturlanga setu (og gott betur?) norður í landi. Til hamingju með íbúðina, Furugrund er fínn staður.
fimmtudagur, desember 07, 2006
þriðjudagur, desember 05, 2006
Desember líður
Mikið djöfull var ég dugleg um helgina. Hér var mikið þrifið og hengt upp. Jólaseríurnar nú til dags eru orðnar svo mikið rusl. Þær endast 1 jól og það eru ekki ýkjur. Maður má þakka fyrir ef hún endist yfir hátíðarnar!
Börnin eru nú þegar orðin ansi æst og býst ég við spennufalli um 12. eftir að fyrsti jólasveinninn kemur. Í mínum 7 ára bekk kveður við annað hljóð en hjá jafnöldrum þeirra í borginni. Hér er jólasveins-trúin nánast við lýði hjá hverju barni og hef ég heyrt þau tala um að þeim nægi að líta í augu jólasveinsins til að sjá hvort um ósvikinn er að ræða. Það hefur nefnilega kvisast út að nokkrir feik séu á sveimi! En flestir séu þeir þvottekta og komu þeirra er beðið með mikilli óþreyju.
Það hjálpar ekki að sum hver hafa étið smásúkkúlaði um morguninn (maður finnur það sko alveg á sumum) úr dagatalinu og sum jafnvel fengið jóla-jógúrt sem er sykrað jógúrt með SÆLGÆTI í lokinu.
Ég er hætt við að kaupa mér jólaföt. Ég get alveg fundið eitthvað sem maður hefur farið nokkrum sinnum í, í skápnum.
Börnin eru nú þegar orðin ansi æst og býst ég við spennufalli um 12. eftir að fyrsti jólasveinninn kemur. Í mínum 7 ára bekk kveður við annað hljóð en hjá jafnöldrum þeirra í borginni. Hér er jólasveins-trúin nánast við lýði hjá hverju barni og hef ég heyrt þau tala um að þeim nægi að líta í augu jólasveinsins til að sjá hvort um ósvikinn er að ræða. Það hefur nefnilega kvisast út að nokkrir feik séu á sveimi! En flestir séu þeir þvottekta og komu þeirra er beðið með mikilli óþreyju.
Það hjálpar ekki að sum hver hafa étið smásúkkúlaði um morguninn (maður finnur það sko alveg á sumum) úr dagatalinu og sum jafnvel fengið jóla-jógúrt sem er sykrað jógúrt með SÆLGÆTI í lokinu.
Ég er hætt við að kaupa mér jólaföt. Ég get alveg fundið eitthvað sem maður hefur farið nokkrum sinnum í, í skápnum.
föstudagur, desember 01, 2006
1. desember.
Jæja, langt síðan ég bloggaði síðast. Ólöf Jóna er komin frá Kanada og í fyrradag fengum við þær góðu fréttir að hún fer ekki aftur út og er mamma hennar búin að sækja um fyrir hana á gamla leikskólanum. Jei, þetta eru afar góðar fréttir. Ég er einmitt að sækja hana á eftir.
Í gær fór ég í Smáralind og ætlaði að athuga hvort ég sæi einhver fín jólfaföt. Ég var allt of sein! Vörurnar voru búnar í millistærðumog mikið af small og x-large fötum eftir. Hvað er að fólki, hver verlsar allt upp í okt. nóv.? Og ég sem hélt að ég væri afar snemma í því. Ég endaði með að kaupa snyrtilegan jakka/úlpu á Bubba og á mig keypti ég super-soft baðslopp..ummhh. Jakkinn reyndist of lítill á Bubba enda keyptur í Zöru þar sem undirstærðir ráða ríkjum...
Ég er að reyna að setja niður hjá mér hvaða jólagjafir ég á eftir. Ég hef verið að safna allt árið en enn vantar slatta. T.d fyrir pabba, Leu og Bubba. Bubbi breytti út af vananum í ár og kaypti gjöfina mína tímanlega. Hingað til hefur þetta verið keypt í vinnuskreppi 22 eða 23 des. Ég er mjög glöð með þennan góða fyrirvara. Ætli ég verði ekki að athuga með gjöf fyrir hann á eftir.
p.s. ég man þegar það var frí 1 des. Mikið vildi ég að það væri þannig ennþá. Þá væri ég heima núna...
En ég er í tölvutíma og hér er allt svo óheflað að börnin eru bara á leikjanetinu. Í þessum skóla eru engin leikja-forrit í tölvunum þannig að við erum ekki í uppbyggilegum stafaforritum hér neitt. Onei.
jæja, ætla í bubbles
Í gær fór ég í Smáralind og ætlaði að athuga hvort ég sæi einhver fín jólfaföt. Ég var allt of sein! Vörurnar voru búnar í millistærðumog mikið af small og x-large fötum eftir. Hvað er að fólki, hver verlsar allt upp í okt. nóv.? Og ég sem hélt að ég væri afar snemma í því. Ég endaði með að kaupa snyrtilegan jakka/úlpu á Bubba og á mig keypti ég super-soft baðslopp..ummhh. Jakkinn reyndist of lítill á Bubba enda keyptur í Zöru þar sem undirstærðir ráða ríkjum...
Ég er að reyna að setja niður hjá mér hvaða jólagjafir ég á eftir. Ég hef verið að safna allt árið en enn vantar slatta. T.d fyrir pabba, Leu og Bubba. Bubbi breytti út af vananum í ár og kaypti gjöfina mína tímanlega. Hingað til hefur þetta verið keypt í vinnuskreppi 22 eða 23 des. Ég er mjög glöð með þennan góða fyrirvara. Ætli ég verði ekki að athuga með gjöf fyrir hann á eftir.
p.s. ég man þegar það var frí 1 des. Mikið vildi ég að það væri þannig ennþá. Þá væri ég heima núna...
En ég er í tölvutíma og hér er allt svo óheflað að börnin eru bara á leikjanetinu. Í þessum skóla eru engin leikja-forrit í tölvunum þannig að við erum ekki í uppbyggilegum stafaforritum hér neitt. Onei.
jæja, ætla í bubbles
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)