En spennandi, það er að skella á brjálað veður, allt upp í 40-45m/sek. Þetta er allavega fjör þegar maður er öruggur heima hjá sér.Veðrið má samt alveg vera gengið yfir eftir hádegi á morgun. Ég ætla að mæta á samkomu við Kögunarhól rétt hjá Selfossi. Það er verið að vekja athygli á því að 52 frá árinu 1973 hafa dáið á leiðinni Rauðavatn-Selfoss!
Það eru svakalega margir. Ég styð það að það verði 2+2 akreinar og lýsing alla leið.
Það á að setja niður 52 krossa til minningar um hina látnu. Maður fær örugglega áfall þegar allir krossarnir eru komnir upp.
Í næstu viku er hið margrómaða bekkjarkvöld 7 ára barna í Grunnskóla Hveragerðis. Báðir bekkirnir halda sýningu og svo verður etið af sameiginlegu veisluborði (og það besta er að ég þarf ekki að koma með neitt:).
Dagarnir fram að "kvöldinu" munu verða ansi æsilegir. Þeim finnst þetta nú samt alveg agalega skemmtilegt. Allir strákarnir "mínir" segja brandara og ég ætla ekki að segja ykkur hvað ég hef þurft að þola marga vægast sagt lélega brandara s.l. 2 daga, þar sem allir þurftu að rekja úr sér brandara-garnirnar til að hafa efnivið í flutninginn.
dæmi: Afhverju syndir maðurinn á eftir hinum?....því hann vill komast áfram....!!!!
dæmi 2: Afhverju setja hafnfirðingar epli út á kvöldin?......til að tunglið geti fengið sér.
jamm og já
fimmtudagur, nóvember 09, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Já húmor þessa árgangs er einstakur og það á greinilega líka við á Íslandi, ég heyri nú oft ágæta brandara frá þeim, en þeir eru nú oft ekkert sérlega fyndnir þegar maður heyrir þá í 10. skiptið...
En hva' ætlaru bara að láta börnin segja brandara, ert ekki búin að æfa leikrit og svona? Koma ekki foreldrarnir?
Það er sko dans sem allir dansa saman góða mín. Guð hjálfp mér frá þessum leikritum. Það endaði þannig að strákarnir segja brandara og stelpurnar lesa upp ljóð, sögur og 1 spilar á píanó. Ég veit að ég er að sleppa ansi billega
Nú jæja, tetta er tá tokkalega menningarlegt hjá tér eftir allt saman ;)
Bekkurinn hennar Heklu dansadi einhverskonar tjóddans á sumar skemmtuninni hjá SFOinu í haust, tad var svo sem ekki minna fyndid en gódur brandari, en tetta lukkadist merkilega vel held ég samt.
Gangi tér vel med tetta!
Skrifa ummæli