laugardagur, júlí 15, 2006

Jamm og já.

Yndislega veðrið heldur áfram...eða þannig:(
Við erum á leið á ættarmót uppi á Skaga með afkomendum mömmu hennar Brendu (tengdamömmu) Það er engin rífandi stemmari í gangi en best að hætta þessu væli...sumir eiga nú enga fjölskyldu...eða óþolandi fjölskyldu...eða...jæja þið náið þessu.
Eins og veðurfræðingurinn á Bylgjunni sagði í fyrradag -sem fékk mig til að hugsa þar sem ég tengi mig vel við svona hugsanagang- "hugsið ykkur hvernig hafi verið að búa í moldarkofa fyrir 80 árum og veðrið eins og það verður á morgun" (s.s í gær)...huggulega tilhugsun ekki satt?

Stundum óska ég þess að nú væri árið 1900... allt virtist vera einfaldara þá. Þá vaknaði fólk bara og vann-borðaði-vann-borðaði-hlustaði á húslestur og fór að sofa. En það er líka voðalega gott að hanga bara inni í dag og blogga með hundinn liggjandi við hliðina á sér á plastparketinu...

Hugsið ykkur hvað við höfum rokið áfram í þróun síðustu nokkra tugi ára! Er nema von að helstu sjúkdómar nútímans séu andnauð, streita og ofneysla ýmiskonar. Við kunnum ekki að höndla allt þetta nýja og höfum ekki undan að læra ný orð yfir nýja hluti- að ekki sé minnst á öll nýju tökuorðin yfir hluti sem við eigum meira að segja þó orð yfir!

Ég fann t.d nýtt orð yfir flottar konur í gær (í framhaldi af heimsókninni í Þrastarlund-sjá neðar hér) orðið: sprengja. Hljómar það ekki vel? Þetta er algjör sprengja- í rauninni það sama og bomba en samt útfærðara. Felur líka í sér tvöfalda merkingu: Álíka spennandi og sprengja og til þess gerð að sprengja í....

Rignið ekki niður og góða helgi

föstudagur, júlí 14, 2006

Þetta er Ólöf Jóna með Díkó okkar. Þau eru miklir vinir eins og sjá má

Flottar gellur!

Ætla að reyna að stytta mál mitt svo þetta komist inn á netið...
Í fyrradag fór ég út að borða m. Bubba í Þrastarlaundi í hádeginu. Þar er vinnana hans með reikning því þeir eru að vinna rétt hja. Í dyrunum mættum við 3 verkamönnum og inni fyrir var nánast fullt út úr dyrum af karlmönnum (fyrir utan 1 útlenska konu og 1 smábarn) Þarna vinna þrusugellur sem einnig prýða veggi staðarins (hélt fyrst að þetta væru keppendur í ungfrú suðurland 05 þangað til Bubbi sagði mér hróðugur (mistök nr. 1) frá því að eigandi staðarins hefði átt strippbúllu í rvk og lærði þar að fallegar stelpur trekkja að. Klókur maður það. Bubbi skildi ekkert í þessu formlega góðan daginn sem hann fékk þegar við gengum inn í stað kumpánlega "Hæ-ins" eins og fastakúnnar sem hann sjálfur er fá vanalega...
Mistök nr. 2 hjá honum voru nú svolítið mér að kenna en mér fannst þau afar fyndir ):l
Önnu þjónustustúlkan gekk framhjá og ég sagði "þessi er aldeilis með flottan rass" og þá gellur í Bubba með gleðiglampa í augunum" já, og það er annar hérna líka"... "Þú meinar þá minn" segi ég og Bubbi varð ægilega vandræðalegur í nokkur sekúndubrot (nóg fyrir mig hahaha)og segir með skökku brosi "já elskan" :s

Hvet alla til að skoða staðinn, gellurnar og matinn. Huggulegur staður með frekar dýrum samlokum en góðu útsýni í staðinn
Þessi eigandi veit alveg hvað hann er að gera.
Æi hvað ég er vond.

miðvikudagur, júlí 12, 2006

prinsa og prinsessuleikur



þetta eru börn Sigrúnar, þau Adam og Sara og bleika dúllan er auðvitað Ólöf Jóna. Langt síðan ég birti mynd af henni ekki satt?

mánudagur, júlí 10, 2006



2 þessara rauðu eru strákar, rest er stelpur. Þessi lengst til vinstri er ferlega fyndin. Eins og hún sé kolrangeygð. Þessi svarti er flottastur en langt seinastur að byrja að taka við sér að éta mat. Ekki spillir fyrir að þeir eru fæddir 06.06.06.

Hæ aftur:)

Jæja. Sumarið er í algleymi og það hékk þurrt í allan dag. Í tilefni þess ætla ég að byrja að blogga aftur.
Það hefur fjölgað hjá okkur um 5 ferfætlinga. Óskilgetnir krógar sem hún Snælda okkar gaut. Þeir eru voðalega sætir en stækka hratt og þurfa heimili eftir ca. mánuð. Svo látið mig vita ef þið vitið um einhverja sem langar í kassavanan kettling. Það eru semsagt orðin 8 dýr hérna í húsinu.

Ólöf Jóna kemur þann 18. júlí og verður hjá okkur í heilar 6 vikur. Er að vandræðast hvernig við förum að þegar ég byrja að vinna en ég hef heyrt dagsetninguna 11. ágúst!! Við erum farin að byrja á sama tíma og Evrópulöndin...hugsið ykkur. Muniði þegar við vorkenndum útlensku börnunum fyrir að fá ekki nema helming á við okkur í sumarfríi. Þeir dagar eru liðnir.

Um helgina fórum við Bubbi í ferðalag. Lögðum húsbílnum rétt fyrir ofan Hrauneyjar og vöknuðum svo eldsnemma á sunnudagsmorguninn og keyrðum uppí Landmannalaugar, ég á fjórhjóli og Bubbi á mótorhjóli. Það var æðislega gaman og veðrið lék við okkur. Fórum í laugina upp í Landmannalaugum en það á víst að vera orðið hreint af þessum sýklum sem voru þarna í hitteðfyrra. Aðstaðan er orðin mjög góð þarna, en nú getur maður skipt um í sturtuklefum í húsi við hliðina á skálanum. En þjóðverjarnir njóta þess sjálfsagt ennþá að spranga um naktir í villtri náttúrunni og eru ekkert að flýta sér að klæða sér....Sem betur fer voru engir frjálslegir túristar að baðast á sama tíma og við. Kíktum líka upp í Landmannahellir. Verð að segja að sú sorglega sjón sem þessi hellir var, var varla keyrlsunnar virði. Ekki hægt að ganga inn í þennan pínulitla hellisskúta fyrir dauðum fugl, hrossaskít og úldnum fisk í frauðplast-kassa!

Ætla að prófa að setja inn mynd. sem mun þá koma hérna fyrir ofan:)