Í dag er Sigríður Katla 4ra mánaða og mér finnst svo stutt síðan hún fæddist. Samt er hún orðin svo GRÍÐAR stór. Fórum að skoða barn í gær sem félagi Bubba var að eignast og var sá 16 merkur þegar hann fæddist f. viku. Mér fannst hann svo agnarsmár en samt var hann talsvert stærri en litlan okkar var þegar hún fæddist.
Í tilefni dagssins koma hér nokkrar myndir. Er nefnilega búin að missa af skottinu á mér inni á Barnalandi og ekki einu sinni búin að setja inn jólamyndirnar. En fer að bæta úr því MJÖG fljótlega. Get náttúrulega ekki látið ykkur dingla í lausu lofti í endalausri bið eftir að berja litla gullið augum :D
Sundmyndin er tekin í gær. Kennarinn prófaði að láta hana kafa einu sinni. Sagði að börnin væru tilbúin en spurning hvort við værum það... Bubbi var galvaskur en ég var skíthrædd. En lét tilleiðast... Og barninu varð alls ekki meint af.
Hér er legið í vöggunni og ákvað ég að henda öllum tuskudýrunum í kringum hana sem henni hefur áskotnast á sinni stuttu ævi. Hún er sko farin að grípa aðeins sjálf í hluti í kringum sig. Svo ótrúlega dugleg og þroskuð :P
Farin að geta setið sjálf í Bumbo stólnum sem við fengum frá GJ vinnufélögum :)