
En flott útstilling, finnst ykkur ekki?
Þá er að komast mynd á þetta,3 hafa þreytt prófið og fengu þau eftirfarandi: Birna Rún 100 stig (af 100 mögulegum), Aldís og Bjöggi fengu bæði 70 stig. Ég bætti 10 stigum á Birnu Rún og Aldísi en svarmöguleikinn er rangur í spurningunni um dýraeignina. Bjöggi fékk engin 10 aukastig, hann svaraði því hvorteðer rangt.
Niðurstaðan er því sú að Birna Rún fær glæsilegustu jólagjöfina næsta ár.
Spurning hvað hinir fá! Mikið er þetta skemmtilegur leikur.
En að öðru. Fórum út að borða á Lækjarbrekku í boði Diddu frænku í gær. Hún býður alltaf til árlegrar veislu á afmælinu sínu. Þetta var ægilega fínt og flott alltsaman. Ég fékk mér svona þrírétta matseðil og byrjaði á rjómalagaðri humarsúpu og svo komu hvítlkauks-grillaðir humrar - afar ljúffengt. Í eftirrétt var svo ís. Bubbi fékk aftur á móti miklu betri forrétt en ég en vildi samt ekki skipta og var snöggur að éta hann allann áður en ég komst í hann. Þetta var samt ægilega gott og ég svaf til hádegis í dag enn á meltunni.
Já og fréttir: Ég er búin að setja íbúðina mína á sölu og er hún metin á 13,8 millur, sem er 6 milljónum meira en ég keypti hana á. En við ætlum hvort sem er í stærra þannig að það hrekkur skammt. Þið getið skoðað auglýsinguna á mbl undir tjarnarbraut- 13,8 millj. en íbúðin uppi er líka til sölu á litlar 34 millur!
Við stefnum á Hveragerði og erum með augastað á húsi sem hefur yndislega elhúsinnréttingu, 60 fm. girtum palli, tvöf. bílskúr, fínum garði og síðast en ekki síst, heitum potti! Á 27,4 millj.
Hugsið ykkur partíin sem væri hægt að halda!
Þetta er allt í athugun ennþá en það er gaman að láta sig dreyma.
Jæja, nú er nóg komið- munið eftir prófinu, ég er svo spennt að sjá niðurstöðurnar
P.s. hvað á að gera um áramótin? Við ætluðum í bústað en hann kostaði 30 þús!!! Ætli endi ekki bara með almenilegu partíi hér heima!