föstudagur, mars 27, 2009

Lífsferillinn 0-6 mánaða

Í tilefni af því að daman er orðin hálfs árs er réttast að tipla á helstu afmælum og "viðburðum" í lífi hennar ;)
Hér fyrir ofan er hún um hálftíma gömul og engu líkara en að hún sé að biðjast vægðar í þyngdar og lengdarmælingunum enda mikið lagt á litla písl. Hún mældist s.s. tæpar 10 merkur (2420 gr)og 46 cm.

Hér getur að líta ótrúlega stolta foreldra sem dást að litla undrinu og átta sig bara ekki á hvaðan það kom (svona "ó" fræðilega séð;) Ég er líka að pæla í hvernig í fjáranum ég eigi að halda lífi í henni...!
Hér er hún orðin 4ra daga þannig að hún lifði fyrstu dagan af... enda ekkert við öðru að búast svosem. En samt... Ósköp er hún lítil þarna :o

Orðin 1 mánaða og í myndatöku f. skírnarboðskortin í gamla skírnarkjólnum mínum:)
2ja mánaða með gullkross sem hún fékk í skírnargjöf. Farið að bætast talsvert í kinnarnar enda tók ég því mjög alvarlega að svelta alls ekki barnið:)

Eitt af fyrstu brosunum sem náðist á mynd og auðvitað er það mamman sem vekur svona mikla hamingju ;) Eins gott að njóta þessa tíma á meðan maður er miðpunktur alheimsins hjá barninu:D

Lítil budda komin með þessi flottu læri og alles:) 3ja mánaða.

Jólin gengin í garð og sú litla orðin 3 mánaða og 1 dags.4ra mánaða að lesa fyrstu bókina sína. Miklar bókmenntir á ferð:) og greinilega mjög áhugasöm, eða er hún kannski bara að hugsa "Whaaaat, er ekki hægt að bjóða manni upp á örlítið dýpra lestrarefni"? ;)
Búin að koma sér afar makindalega fyrir í Bumboinu og er að fylgjast með Simpson í sjónvarpinu.
Í sundi rúmlega 5 mánaða og er sko engan veginn að nenna þessu. Fyrsta veltan nýafstaðin. Rúmlega 5 mán. Í nýju hoppurólunni:) Það er gott og gaman að borða...
...en ekki gaman þegar grauturinn er búinn. Grenjaði mikið þegar hann var búinn og er þarna að tékka hvort það sé örugglega ekkert meira í boði. Ég gat nú ekki staðist þetta og bjó til meiri graut f. blessað barnið. 6 mán. afmælisstelpa. Finnst voða gaman að standa með hjálp.

Að smakka/naga gulrót í fyrsta sinn. Mjög gott að fá kalt á góminn. Engar tönnslur samt farnar að gægjast:)