þriðjudagur, febrúar 24, 2009

Skrapp!




Er aðeins að dunda mér í skrappinu. Er svona rétt að koma mér í gang.
Hér getur að líta fyrstu blaðsíðuna í lífsferli Sigríðar Kötlu. Þetta er alveg "made from the scratch" ;)
Er svo að verða búin með bls. nr. 2. sem eru bara bumbumyndir eins og bls. 3 verður líklega auk sónarmynda:)
Brenda gaf mér fullt af skrapp-skrauti og bókina sjálfa frá USA og ég á líka ýmislegt smálegt svo það er engin afsökun fyrir því að vinna ekki aðeins meira í þessu.

föstudagur, febrúar 20, 2009

Sigríður "stóra"


Keypti stútkönnu í dag og prófuðum svo að setja hana í Hokus Pokus stólinn í "borð-haminn" ;) Hvorutveggja virtist bara vekja lukku.


föstudagur, febrúar 06, 2009

Fimbulkuldi

Úff hvað það hefur verið kalt undanfarið. Við mæðgur fórum í bæinn í gær á mömmuhitting og mér fannst vera e-r hrollur í mér þegar við vorum komnar í bæinn og þegar betur var að gáð var 12° frost!!
Sigríður Katla er í vagninum núna, en setti vagninn bara fram í forstofu og opnaði svolítið út. Það er sko alveg nóg. Enda er litla músin með svolítið kvef en hörkutólið ég dreif samt alla í ungbarnasundið í gær, enga linkind hér :) Þar var meira að segja kafað og ég lét hana kafa 2x. Veit ekki hvort ég var stoltari af barninu eða sjálfri mér f. að geta það.

Desperate housewifes byrjaði í gær. Þvílík hamingja með það. Meira að segja barnið skynjaði mikilvægi þáttarins og æmti hvorki né skræmti og var ég meira að segja bara búin að steingleyma henni í vöggunni þangað til Bubbi kom og fór að tala við hana. Þá vorum við báðar alveg dolfallnar yfir Despóinu.
Verð nú samt að segja að mér finnst alveg agalegt að Susan sé hætt með Mike og að dóttir Bree sé búin að taka son sinn frá Bree...
Já, það er gott að velta sér upp úr hörmungum annara :D

Annars fórum við í vigtun í gær og litli hlunkurinn minn er orðin tæp 7 kg og 62 cm. Styttist líka í að ég geti ekki lyft henni í Graco stólnum upp í pikkann :o