þriðjudagur, september 30, 2008

Prinsessan mætt á svæðið


Spenntir tilvonandi foreldrar að bíða eftir að fá starttöfluna:) og svo splunkunýja pæjan :)









Loksins bloggar maður um herlegheitin.
Komum nú ekki heim fyrr en í gær eftir langa viku á Landspítalanum.

Missti s.s. vatnið á mánud.kvöldið 22.9 og brunuðum beint á Lansann. Var sett af stað tæpum sólarhring seinna kl. 18:00 m. hálfri tungurótartöflu og hún virkaði svaðalega vel.
Voru komnir reglulegir samdrættir kl. 18:30 og fyrsta hríðin 18:55.
Þetta byrjaði strax að ganga mjög hratt og enginn tími gafst til að láta renna í baðið, setja diskana sem ég hafði komið með, í spilarann eða fá nálastungur.
Hékk á glaðloftinu sem virkaði nú ekki skít... var komin í hæsta skammt áður en langt um leið og þáði sko mænudeyfingu sem kom samt ekki fyrr en c.a. 21:00. Það var alltaf svo stutt á milli hríða að læknirinn varð á endanum að koma mænu-leggnum fyrir þó ég væri í hríðum. Þurfti bara að vera rosalega kyrr, svo hann myndi nú hitta á réttan stað. úff, var smeyk um að e-ð færi úrskeiðis í þessu poti hans, hann hitti nú ekki í fyrri tilraun :o Þetta er svo viðkvæmur staður.
Og jessús minn, hvernig fóru konur að hér áður fyrr. Skil ekki afhverju konur reyna að leika hetjur og ætla að fæða náttúrulega. Það er ekkert náttúrulegt v. þessa verki!!
Fékk ábót á deyfinguna um kl. 23:00 en það virkað nú lítið fannst mér enda var þá útvíkkun lokið og daman byrjuð að troða sér út. Um tíma leit þetta ekki vel út, hjartslátturinn hennar benti til streitu og teknar voru 2 ástungur úr kollinum á henni sem var farin að gægjast. (til að kanna lífsmörk) Fyrri stungan kom víst illa út og Bubbi heyrði keisara nefndan, heyrði það sem betur fer ekki, enda gat ég bara einbeitt mér að einu, að koma krakkanum út.
Reynt var að flýta enn meira fyrir með því að troða á hana sogklukku og lýsti Bubbi því eftir á að læknirinn hefði togað af þvílíku afli og notað rúmgaflinn til að spyrna sér frá... úff, enda líktist þetta svona eins og það væri verið að toga innyflin út úr mér.
En sogklukkan hrökk í bæði skiptin af.
Seinni niðurstaðan kom betur út, en þá skipti það ekki máli, hún var mætt á svæðið kl. 23:33.
Og vá hvað mér brá að fá hana allt í einu skellt í fangið á mér. Vá hvað hún var falleg. Er handviss um að þetta er fallegasta barn sem fæðst hefur :)
Og lítil var hún, litla grjónið. Bara 10 merkur og 46 cm. Enda rifn í lágmarki, sem er gott mál:)
Hún fæddist s.s. 36 vikna og 6 daga.
Og þar sem hún náði ekki 37 vikum (munaði nú bara hálftíma) og náði ekki 3000 gr. (var 2420) var ekki í boði að fara í Hreiðrið. Það þótti mér ferlegt því Bubbi má ekki vera með mér niðri á sængurkv.gangi. Rosalega var erfitt þegar hann fór um nóttina. Og hrikalegt hvað krakkinn sem konan átti sem deildi með mér stofu, grenjaði rosalega mikið.


Stóð mig samt bara voða vel þar til ég var vakin aðfaranótt sunnudags og látin vita að í stað þess að fara heim daginn eftir væri stelpan að fara í kassa strax. Þá var mér allri lokið. En hún var nú bara rúman sólarhring í hitakassa v. gulu og svo fórum við heim í gær.






Allan tímann sem við vorum inni var hún í stífu 3 tíma gjafaprógrammi og yfirleitt fékk hún mömmumjólk sem við sprautuðum upp í hana því hún var svo löt. En við æfðum okkur í brjóstagjöf og þegar heim var komið hefur allt gengið eins og í sögu:D
Mættum niður á Landsann í morgun til að mæla guluna og hún var mjög lítil svo við erum sátt.
Mamma fór á e-n stjörnuvef 3 mín. áður en hún fæddist og hún er vog í öllum merkjum (sól, mars, venus og merkúr) nema í tungli, sem þýðir tilfinningar og dalgeg hegðun, þar er hún krabbi.
Þetta verður s.s. yndisleg blanda af tilfinningasamri óákveðni :)
En auðvitað hefur uppeldið mest að segja og við ætlum sko að vanda okkur og hún fer sko í háskóla að verða e-ð merkilegt :D

























fimmtudagur, september 18, 2008

Vagnamál

Nú er ég að hugsa um að kaupa mér hvorki meira né minna en nýjan vagn. Dugar ekkert minna f. prinsessuna.
Er búin að eyða hóflega litlum tíma í að þykjast leita að notuðum vagni en nenni því ekki lengur, auk þess sem mig langar innst inni í nýjan vagn :þ
Vorum komin með vagn sem er n.k. fjölskyldueign, og var búin að þvo allt lauslegt af honum og svo var Bubbi að pússa ryðið af stellinu og þrífa felgurnar og svona síðustu helgi.... og mér eiginlega féllust hendur. Langar bara ekkert að nota þennan vagn...
Of ryðgaður og of lágur og svona e-r smáatriði sem ég læt fara í taugarnar á mér.

Er búin að vera pæla í 2 týpum: Emmaljunga Duo Combi úr Vörðunni sem er eiginlega samt of lítill... en hrikalega flottur.
Og Simo Combi úr Fífu sem er líka svona kerruvagn en samt mjög voldugur og þá þarf ég bara að kaupa góðan kerrupoka því hann fylgir ekki með, en þess í stað fylgir honum góð regnslá og flugnanet.
Hef séð einn góðan kerrupoka í 66° -Ekki ókeypis, frekar en vagninn, en er hægt að nota með 5 punkta festingum sem er einmitt það sem þarf f. Graco bílstólinn... Ætli ég fari ekki af stað á morgun og versli þetta allt saman.
:D

Já, eins og þið heyrið er ég alveg á kafi í þessum pælingum.
Á orðið afar erfitt að einbeita mér í vinnunni... Vil miklu frekar hanga í barnabúðum og á barnasíðum.
Eins gott að það er farið að róast mikið í vinnunni :)

Heilsan er ágæt. Ofreyndi mig reynda aðeins í gær en ég notaði hádegishléið til að skoða í Ólavíu og Óliver og hékk svo í klst. eftir vinnu í Fífu og spekúleraði og pældi og fór svo beint upp í Krónuna. Þar þurfti ég að hanga á innkaupakerrunni í 10 mín. v. sokkarekkann og anda mig í gegnum samdrætti og ferlega verki til að meika það að komast á kassann.

Lá svo bara það sem eftir var kvölds í gær og er að reyna að taka því rólega í dag.
Verkefni dagssins er að skipta um á rúmum og setja sængina og aukahluti í vél þvi ég svitna alveg agalega á nóttunni. Skil ekkert í þessu!?

föstudagur, september 12, 2008

5 uger tilbage:)


Þá eru komnar 35 vikur - tæpar 5 vikur eftir.

þriðjudagur, september 09, 2008

Jóladagur!?

Vá hvað ég hef það gott í dag.
Nóttin gaf af sér betri svefn en ég hef náð lengi:)
Vaknaði bara 2x v. samdrátta, 2 x vegna hrota í Bubba (sem hrýtur óvenju mikið þessa dagana vegna þess að hann tognaði á hálsi við að bera inn nýja sófann f. helgi og þessar bólgueyðandi töflur láta hann hrjóta ferlega) og fór einu sinni á klósettið.
Alltaf sofnaði ég strax aftur sem er yfirleitt ekki vaninn. Þvílíkur unaður:D

Leið eins og það væri jóladagur í morgun. Veit ekki hvort maður sofi eitthvað óvenju vel þá og hvers vegna ég tengdi þennan morgun við jóladag, en þá er maður að vakna eftir gott át kvöldinu áður og í hreinum rúmfötum. Gerist varla betra.
Át nú samt bara súrmjólk í kvöldmat í gær og rúmfötin ekki alveg hrein...

Helgin var fín. Bubbi lá reyndar alveg frosin út af tognuninni og mátti sig hvergi hræra.
Á laugard. fórum við Sara (sem gisti hjá okkur 1 nótt) og Ólöf Jóna í heimsókn til Brendu ömmu þeirra en hún er búin að flytja hjólhýsið sitt nær Selfossi svo það er styttra að skjótast. Hún leyfði þeim að fara aðeins á bak en hryssan kastaði þeim af sér eftir smástund.
Ólöf Jóna er orðin soddan hestakona (fór á reiðnámskeið í sumar og allt) að hún vildi fara strax á bak aftur eftir smá grenjur -þetta var nú líka soldið fall f. 6 ára stelpur, en Sara er líklega læknuð af hestaáhuga f. lífstíð greyjið. En við teymdum allavega hestinn og var hún sátt með það.

Er svo í fríi í dag en í dag er fyrsti dagurinn á 60% vinnuhlutfallinu. -Algjör lúxus.
Ætla að vera dugleg að slappa af svo samdrættirnir minnki nú svolítið og ég meiki vinnudaginn á morgun vel. Er farin að finna f. þessari blessuðu grind en er samt eiginlega bara fegin með það, því það hlýtur að þýða að hún sé að gliðna e-ð, sem aftur hlýtur að leiða til auðveldari fæðingar... Ég ætla allavega að trúa því;)

Enda styttist í áætlaðan lendingardag stelpunnar.
Hún er væntanleg eftir 5 vikur.

þriðjudagur, september 02, 2008

Til sölu :)

Þetta stórglæsilega sjónvarp - sem slapp óskemmt í gegnum jarðskjálftann og heimilsvinurinn okkar hann Laz-Boy er til sölu.
Sófinn er falur f. 20 þús. og kassinn á 5000 kall.



mánudagur, september 01, 2008

Ágúst að lokum komin. - og dularfull berjasending:D

Vil byrja á því að leiðrétta þann misskilning að ég ætli að nota bílstól síðan Lea var lítil;) Nokkrir hafa lýst yfir áhyggjum sínum yfir því.
En ég mun s.s. nota nýjan Graco stól sem er afar fínn og öruggur:D

Einnig vil ég þakka óþekktum velgjörðarmanni mínum sem var svo hugguleg/ur að skilja eftir 750 gr. Machintosh dollu stútfulla af bláberjum við þvottahúsdyrnar mínar sem ég sá þegar ég kom út í morgun.
Grunar nú að einhver hafi farið húsavillt. En þetta kom sér afar vel þar sem mig langaði mjög mikið að skreppa í berjamó þar sem loksins stytti upp í gær, en komst ekki þvi ég varð að taka því rólega.
Gott að Bubbi er búin að læra að sulta og getur því hjálpað mér, því ég má alls ekki láta þetta fara til spillis:)

Hér er Ólöf Jóna með kisuna sem við ættleiddum af Sigrúnu. Kisan heitir því skemmtilega nafni: Skvísa Rós. Maður er ekki að kalla á hana utandyra neitt. Það er líka fyndið að heyra Bubba kalla á hana til sín:)




Á "fleygiferð"

Fjórhjólagellan mikla:)









Hér er skólastelpan. Með nýja tösku og nestisbox.
Hún er í bekk sem heitir 1 DJ í Lágafellskóla í Mósó og fékk vonandi góðan kennara og bekkjarfélaga.


















Og í lokin ein af mér, komin 33 vikur.

Fór í skoðun í morgun og þar var ákveðið að ég myndi minnka við mig og ætla ég að díla við vinnuna um að vinna 3 daga í viku. Ljósan ráðlagði að vinna frekar 3 heila daga og taka frí 2 í stað þess að minnka daglega vinnutímann, því það er líka álag að keyra á milli. Ég er sko alveg sátt við þetta. Gat ekki staðið lengur en 15 mín. í gær (var að baka smá) en þá byrjuðu að koma ferlegir samdráttar og grindarverkir. Þannig að ég verð bara að sætta mig við það að fara að taka því rólega.
Einnig kom í ljós að stelpan er búin að snúa sér og er því komin í lokastöðu. Hún er samt ekki búin að skorða sig. Annars leit allt vel út, þrýstingur, prótín og bumbustærð í meðaðlkúrfunni.