mánudagur, september 17, 2007

tæknin í útrás

Nú er ég komin með myspace eða
http://myspace.com/verahvergi
og verið bara velkomin.
Af mér er aðallega að frétta að nú er biðtími næstu 2 vikur. Þeir skilja sem eiga það skilið... humm.

laugardagur, september 08, 2007

Hundurinn dáinn.






Jæja, þær hörmungar gengu yfir heimilið í vikunni að Díkó okkar fékk loksins þann endanlega dóm að vera ekki húsum hæfur. Kvikindið virtist aldrei ætla að vitkast og eftir ófá geðveikisköst mín og Bubba yfir aðkomunni í þvottahúsinu og í búrinu var sú ákvörðun tekin að aflífa greyjið. Seinnipart sama dags og ákvörðunin var tekin var ég búin að draga í land og gat ekki hugsað mér þetta en Bubbi hélt þessu til streitu og upp í sveit fór hann með hundinn og er nú grafinn einhversstaðar austur í Hruna. Mikil ósköp er ég búin að grenja yfir þessu. En svona er víst lífið. Ég er með hrikalegt samviskubit yfir því að hafa ekki bara haldið áfram að fórna mér við að þrífa upp drulluna eftir hann þegar hann var búin að stinga af, komast í rusl einhversstaðar og étið hvað sem er. Hann hefði kannski verið betri ef við hefðum sinnt honum betur og unnið minna. En þessu fylgir gríðarleg ábyrgð og það er greinilegt að hún var ekki hugsuð til enda...

Auðvitað kenni ég Bubba um mest allt. Það var nú hann sem vildi hundspottið til að byrja með, fékk það í gegn að lokum og var svo búin að dömpa mest allri ábyrgðinni á mig áður en langt um leið. En eins og sannri konu sæmir sé ég um samviskubitið eftir þetta...

En nú þarf að komast yfir þetta og minnast hans bara með gleði. Því eitt er víst, glaðari og fallegri hund hef ég aldrei þekkt.