mánudagur, apríl 16, 2007
Ranger-inn
Mynd frá því að við Bubbi fórum upp á Hveravelli í haust. Glöggir sjáendur sjá kannski að tattúið á hlið bílsins er það sama og er á hendinni á Bubba. Svo keyptum við svona eldglæringa-límmiða úti í Þýskalandi í hitteðfyrra svona upp á djókið. Þeir eru við ljósin og aftast á bílnum. útúrcool mar!
Brúðkaup
Við Bubbi höfum ákveðið að gifta okkur þarnæsta sumar.
Dagsetningin er 21. júní 2008
Nýjustu hugmyndir eru að hafa athöfnina í Hafnarfjarðarkirkju og hafa Einar prest sem fermdi okkur allar systurnar (fyrir utan Grafarvogs-systurina).
Svo langar okkur að hafa veisluna einhversstaðar á Suðurlandi, helst í nálægð við sumarbústaði eða smáhús þannig að fólk geti gist á staðnum eftirá. Eða keyrt heim, ef það vill það.
Svo langar okkur að þetta endi á einhverju dansiballi...
En við höfum ennþá ágætis tíma til að finna eitthvern sniðugan sal vel staðsettan.
Dagsetningin er 21. júní 2008
Nýjustu hugmyndir eru að hafa athöfnina í Hafnarfjarðarkirkju og hafa Einar prest sem fermdi okkur allar systurnar (fyrir utan Grafarvogs-systurina).
Svo langar okkur að hafa veisluna einhversstaðar á Suðurlandi, helst í nálægð við sumarbústaði eða smáhús þannig að fólk geti gist á staðnum eftirá. Eða keyrt heim, ef það vill það.
Svo langar okkur að þetta endi á einhverju dansiballi...
En við höfum ennþá ágætis tíma til að finna eitthvern sniðugan sal vel staðsettan.
páskarnir
Ég var búin að skrifa allt um páskana...en þá brást þessi síða mér.
Við erum alltént búin að kaupa camper (pallhýsi) og seldum í staðinn Econoline-inn okkar.
Um páskana gistum við 2 nætur, 1 á Hellishólum og 1 nótt þar sem pabbi og fleiri voru á Hellu.
Allt gekk vel og mjög kósí að sofa í þessum camper.
Á páskadag fengu allir súkkulaði, líka Díkó sem át hálft egg nr. 5 og líka kinder egg. Honum tókst að ná álpappírunum utan af þessu litla eggi alveg heilu fyrir utan 1 lítið gat eftir tönn. Hann vildi heldur ekki éta plasteggið sem er inní.
þori ekki að skrifa meira ef skilaboðin "page expired" kemur...
Við erum alltént búin að kaupa camper (pallhýsi) og seldum í staðinn Econoline-inn okkar.
Um páskana gistum við 2 nætur, 1 á Hellishólum og 1 nótt þar sem pabbi og fleiri voru á Hellu.
Allt gekk vel og mjög kósí að sofa í þessum camper.
Á páskadag fengu allir súkkulaði, líka Díkó sem át hálft egg nr. 5 og líka kinder egg. Honum tókst að ná álpappírunum utan af þessu litla eggi alveg heilu fyrir utan 1 lítið gat eftir tönn. Hann vildi heldur ekki éta plasteggið sem er inní.
þori ekki að skrifa meira ef skilaboðin "page expired" kemur...
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)