fimmtudagur, nóvember 16, 2006

Bekkjarkvöldi lokið

Mikið er ég fegin að þessu er lokið. Börnin mættu, dönsuðu og svo átum við. Vinsælast var rice-krispies nammið og SYKURPÚÐARNIR. Svo fóru börnin að hlaupa og endaði með að þau hlupu á hvort annað. Einn nemenda minna fór að rölta uppá sviði í miðri kynningu, annar frá mér sat nánast uppi á sviði þegar stelpa úr hinum bekknum spilaði á flautu og gaf hann svona pú merki með hendinni, þið vitið, með þumalinn niður!! Ég kippti honum frá þegar ég sá þetta. Við Bryndís héldum í sakleysi okkar að foreldrarnir bæru ábyrgð á börnunum, svo var víst ekki.

Í dag er svo dagur íslenskrar tungu. 4 börn lesa upp atriði um Jónas Hallgrímsson. Ekkert mál eftir gærdaginn. Maður er orðin ýmsu vanur!

Maðurinn minn var að kaupa sér fáránlegasta ökutæki ever. Þegar ég hef séð svona bíla á götunum fer um mann aulahrollur og svo hugsar maður að viðkomandi ökumaður sé með heiftarlega minninmáttarkennd. Í þessu monsteri þarf ég svo að sitja. Bíllin er rúmlega 6 metrar á lengd og skagar lengst út á götu. Maður skammast sín, því ekki kann Bubbi að skammast sín.

föstudagur, nóvember 10, 2006

Nú hefi ég ritað 4 blogg eða e-ð og hefi ekki fengið 1 einasta komment. Ég heimta úrbætur, þið 2-3 sem lesið þetta....

fimmtudagur, nóvember 09, 2006

Brjálað veður!!

En spennandi, það er að skella á brjálað veður, allt upp í 40-45m/sek. Þetta er allavega fjör þegar maður er öruggur heima hjá sér.Veðrið má samt alveg vera gengið yfir eftir hádegi á morgun. Ég ætla að mæta á samkomu við Kögunarhól rétt hjá Selfossi. Það er verið að vekja athygli á því að 52 frá árinu 1973 hafa dáið á leiðinni Rauðavatn-Selfoss!
Það eru svakalega margir. Ég styð það að það verði 2+2 akreinar og lýsing alla leið.
Það á að setja niður 52 krossa til minningar um hina látnu. Maður fær örugglega áfall þegar allir krossarnir eru komnir upp.

Í næstu viku er hið margrómaða bekkjarkvöld 7 ára barna í Grunnskóla Hveragerðis. Báðir bekkirnir halda sýningu og svo verður etið af sameiginlegu veisluborði (og það besta er að ég þarf ekki að koma með neitt:).
Dagarnir fram að "kvöldinu" munu verða ansi æsilegir. Þeim finnst þetta nú samt alveg agalega skemmtilegt. Allir strákarnir "mínir" segja brandara og ég ætla ekki að segja ykkur hvað ég hef þurft að þola marga vægast sagt lélega brandara s.l. 2 daga, þar sem allir þurftu að rekja úr sér brandara-garnirnar til að hafa efnivið í flutninginn.
dæmi: Afhverju syndir maðurinn á eftir hinum?....því hann vill komast áfram....!!!!
dæmi 2: Afhverju setja hafnfirðingar epli út á kvöldin?......til að tunglið geti fengið sér.
jamm og já

miðvikudagur, nóvember 01, 2006

ágúst 2006



þetta er tekið upp í námu í Grafningshreppi í vinnunni hjá Bubba. Það var rosa fjör að vaða í drullulæknum fyrir dýr og börn.

...

Mér finnst þetta blogg mitt afar óskilvirkt. Var að koma inn eldgömlu bloggi síðan þarsíðustu helgi.

Síðustu helgi skruppum við upp á hálendi og gistum alein í skálanum á Hveravöllum. Rosa rómó og kósí. Við reyndum að fara í pottinn sem er fyrir neðan og brenndum okkur bara. Þetta var svo heitt að olíudrullan rann úr öllum skorunum á höndunum á Bubba og er þá mikið sagt:)

Í dag voru börnin svo að mæta í skólann eftir 6 daga vetrarfrí. Ljúfur tími.

Ég bið að heilsa móður minni sem dvelst þessa stundina í Boston, nýkomin frá Portúgal...eða var það Spánn...
Það er svona þegar fólk kemst á efri ár, þá á það skilið að njóta ævierfiðisins og ferðast...haha.

Jæja, ætli sé ekki best að einbeita sér að myndmenntakennslunni. Þær eru bara svo þægar þessar stelpur.